Stórlið sagt hafa boðið í Elvar

Elvar Már Firiðriksson.
Elvar Már Firiðriksson. Ljósmynd/FIBA

Tyrkneska stórliðið Galatasaray gerði belgíska liðinu Antwerp Giants tilboð í íslenska landsliðsmanninn Elvar Már Friðriksson samkvæmt ítalska körfuboltamiðlinum Sportando. 

Karfan.is vekur athygli á þessu í dag og vísar í Twitterfærslu Emilano Carchia sem stofnaði Sportando árið 2009. Carchia telur ólíklegt að belgíska liðið láti Elvar fara á miðju tímabili en hann er á fyrsta ári í Belgíu. 

Galatasaray hefur í gegnum áratugina verið sterkt lið á evrópskan mælikvarða og vann Euro Cup árið 2016. Liðið hefur einnig leikið af og til í Euroleague, sterkustu Evrópukeppninni. Mikill áhugi er fyrir körfuknattleik í Tyrklandi og fleiri lið eins og Fenerbache hafa einnig verið mjög sterk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert