Elvar Már Friðriksson átti fínan leik þegar lið hans, Antwerp Giants, tapaði 83:71 fyrir Belfius Mons í BNXT-deildinni í kvöld.
Elvar spilaði rúmlega 29 mínútur í leiknum og skoraði á þeim tíma 12 stig ásamt því að taka niður fimm fráköst og gefa sex stoðsendingar. Þá stal hann einnig fimm boltum af mótherjum sínum.
Tapið gæti reynst ansi dýrt fyrir Antwerp en þeir eru nú í öðru sæti deildarinnar með 27 stig, þremur stigum á eftir toppliði Oostende, sem á tvo leiki til góða. BNXT-deildin er sameiginleg deild Hollands og Belgíu en er þó riðlaskipt eftir löndum með sameiginlega úrslitakeppni. Antwerp Giants leikur í Belgíuriðli keppninnar.