Söxuðu á toppliðið

Caris LeVert lék vel fyrir Cleveland.
Caris LeVert lék vel fyrir Cleveland. AFP

Cleveland Cavaliers og Chicago Bulls söxuðu bæði á topplið Miami Heat í Austurdeild NBA-körfuboltans í Bandaríkjunum í nótt.

Cleveland hafði betur gegn Indiana Pacers á útivelli, 120:113, þrátt fyrir að Darius Garland, einn besti leikmaður Cleveland, var frá keppni vegna meiðsla.

Í fjarveru hans skoruðu Caris LeVert og Jarrett Allen 22 stig hvor og Allen bætti við 14 fráköstum. Tyrese Haliburton gerði 23 stig fyrir Indiana.

Á sama tíma hafði Chicago Bulls betur gegn Minnesota Timberwolves á heimavelli. DeMar DeRozan fór á kostum fyrir Chicago og skoraði 35 stig og Nikola Vucevic gerði 26 stig. Anthony Edvards gerði 31 stig fyrir Minnesota.

Miami er enn í toppsæti Austurdeildarinnar með 36 sigra og 20 töp. Cleveland og Chicago koma þar á eftir, bæði með 35 sigra og 21 tap.

Úrslit NBA-deildarinnar í nótt: 
Detroit Pistons - Charlotte Hornets 119:141
Indiana Pacers - Cleveland Cavaliers 113:20
Philadelphia 76ers - Oklahoma City Thunder 100:87
Atlanta Hawks - San Antonio Spurs 121:136
Boston Celtics - Denver Nuggets 108:102
Chicago Bulls - Minnesota Timberwolves 134:122
Utah Jazz - Orlando Magic 114:99

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka