Tryggvi Snær Hlinason, landsliðsmaður í körfubolta, átti flottan leik þrátt fyrir 94:73 tap Zaragoza gegn Manresa í spænsku ACB-deildinni í dag.
Tryggvi lék tæplega 23 mínútur og á þeim skoraði hann 13 stig, tók sjö fráköst, varði hvorki meira né minna en fimm skot og gaf eina stoðsendingu.
Zaragoza er í 12. sæti af 18 í deildinni með 16 stig á meðan Manresa er í þriðja sæti með 28 stig.