Breiðablik sótti sigur í Hafnarfjörð

Michaela Lynn Kelly sækir á körfu Vals í leiknum í …
Michaela Lynn Kelly sækir á körfu Vals í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Michaela Lynn Kelly fór á kostum í liði Breiðabliks í 97:90 sigri á Haukum í Subway-deild kvenna í körfubolta í Ólafssal í kvöld.

Haukar leiddu nánast allan leikinn en 9 stiga sigur Breiðabliks í fjórða leikhluta varð til þess að stigin tvö fóru í Kópavoginn. Haukar unnu fyrsta leikinn með sjö stiga mun en Breiðablik vann næstu tvo með einu stigi og var því fimm stiga munur fyrir fjórða og síðasta leikhlutann.

Kelly fór eins og áður kom fram algjörlega á kostum í liði Breiðabliks en hún skoraði 39 stig, tók 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Telma Lind Ágústsdóttir var næst stigahæst með 17 stig en alls skoruðu fimm leikmenn liðsins 10 stig eða meira.

Hjá Haukum var Helena Sverrisdóttir stigahæst með 19 stig en hún var grátlega nálægt þrefaldri tvennu í leiknum. Auk stiganna gaf hún 10 stoðsendingar og tók niður átta fráköst.

Með sigrinum fer Breiðablik upp í 10 stig og er nú fjórum stigum fyrir ofan botnlið Grindavíkur. Haukar eru í fjórða sætinu með 16 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka