Curry hetjan gegn Lakers

LeBron James og Steph Curry eigast við í nótt.
LeBron James og Steph Curry eigast við í nótt. AFP

Golden State Warriors hafði betur gegn Los Angeles Lakers á heimavelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, 117:115. Steph Curry tryggði Golden State sigurinn undir lokin.

Curry kom Golden State í 117:114 fyrir lokasókn Lakers og tókst gestunum ekki að jafna, en þeir þurftu að sætta sig við eitt stig frá LeBron James af vítalínunni í lokasókninni.

Klay Thompson, sem missti af tveimur heilum tímabilum vegna meiðsla, var stigahæstur hjá Golden State með 33 stig. Curry gerði 24. Hjá Lakers var áðurnefndur James stigahæstur með 26 stig.

Phoenix Suns, topplið Vesturdeildarinnar, vann sinn fimmta leik í röð er liðið lagði Orlando Magic örugglega á heimavelli, 132:105. Devin Booker skoraði 26 stig fyrir Phoenix.

Luca Doncic átti enn og aftur stórleik fyrir Dallas Mavericks en það dugði ekki til gegn Los Angeles Clippers, þar sem gestirnir frá Englaborginni unnu 99:97-sigur í Dallas. Doncic skoraði 45 stig og tók 15 fráköst. Reggie Jackson gerði 24 fyrir Clippers.

Þá unnu Memphis Grizzlies og Miami Heat sína fimmtu leiki í röð í nótt. Memphis vann Charlotte Hornets á útivelli, 125:118 og Miami hafði betur gegn Brooklyn Nets, 115:111.

Úrslit næturinnar í NBA-deildinni:
Portland Trail Blazers – New York Knicks 112:103
Charlotte Hornets – Memphis Grizzlies 118:125
New Orleans Pelicans – San Antonio Spurs 114:124
Washington Wizards – Sacramento Kings 110:123
Philadelphia 76ers – Cleveland Cavaliers 103:93
Toronto Raptors – Denver Nuggets 109:110
Chicago Bulls – Oklahoma City Thunder 106:101
Miami Heat – Brooklyn Nets 115:111
Dallas Mavericks – Los Angeles Clippers 97:99
Golden State Warriors – Los Angeles Lakers 117:115
Phoenix Suns – Orlando Magic 132:105

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka