LeBron James átti stórleik fyrir LA Lakers þegar liðið tók á móti Utah Jazz í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.
Leiknum lauk með 106:101-sigri Lakers en Utah leiddi með sjö stigum, 94:87, þegar fimm mínútur voru til leiksloka.
Þá tók LeBron til sinna ráða og snéri leiknum algjörlega fyrir LA Lakers en hann skoraði 33 stig í leiknum, ásamt því að taka átta fráköst og gefa sex stoðsendingar.
LA Lakers er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og sigurinn í nótt var því afar dýrmætur en liðið er með 27 sigra í níunda sæti vesturdeildarinnar.
Úrslit næturinnar í NBA:
Orlando – Atlanta 109:130
Boston – Detroit 111:112
Indiana – Washington 113:108
New York – Brooklyn 106:111
Chicago – Sacramento 125:118
Memphis – Portland 119:123
Minnesota – Toronto 91:103
Oklahoma – San Antonio 106:114
Phoenix – Houston 124:121
Golden State – Denver 116:117
LA Lakers – Utah 106:101