Öruggt hjá Skagfirðingum á Ísafirði

Sigtryggur Arnar Björnsson var illviðráðanlegur á norðanverðum Vestfjörðum í kvöld.
Sigtryggur Arnar Björnsson var illviðráðanlegur á norðanverðum Vestfjörðum í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Tindastóll vann öruggan sigur gegn Vestra þegar liðin áttust við í Subway-deild karla í körfuknattleik á Ísafirði í kvöld. 

Tindastóll sigraði 107:88 og er með 16 stig í 6. sæti deildarinnar en Vestri er í næstneðsta sæti með 6 stig. Fall blasir við liðinu þar sem átta stig er í næsta lið fyrir ofan. 

Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði 32 stig og Javon Bess skoraði 27 fyrir Tindastól en Marko Jurica 26 stig fyrir Vestra og Hilmir Hallgrímsson 22 stig. 

Vestri - Tindastóll 88:107

Ísafjörður, Subway deild karla, 17. febrúar 2022.

Gangur leiksins:: 2:7, 6:14, 11:16, 16:22, 21:29, 27:40, 37:50, 40:54, 45:57, 51:69, 58:72, 63:85, 65:89, 71:101, 84:101, 88:107.

Vestri: Marko Jurica 26, Hilmir Hallgrímsson 22/5 fráköst, Ken-Jah Bosley 14/4 fráköst, Nemanja Knezevic 12/19 fráköst/11 stoðsendingar, Rubiera Rapaso Alejandro 7/5 fráköst, Arnaldur Grímsson 7.

Fráköst: 30 í vörn, 9 í sókn.

Tindastóll: Sigtryggur Arnar Björnsson 32/5 fráköst/6 stoðsendingar, Javon Anthony Bess 27/8 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 14/8 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 12/6 fráköst/9 stoðsendingar, Taiwo Hassan Badmus 11/11 fráköst, Zoran Vrkic 5/6 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 3/5 fráköst, Axel Kárason 3.

Fráköst: 34 í vörn, 15 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson, Georgia Olga Kristiansen, Birgir Örn Hjörvarsson.

Áhorfendur: 150

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert