Tindastóll vann öruggan sigur gegn Vestra þegar liðin áttust við í Subway-deild karla í körfuknattleik á Ísafirði í kvöld.
Tindastóll sigraði 107:88 og er með 16 stig í 6. sæti deildarinnar en Vestri er í næstneðsta sæti með 6 stig. Fall blasir við liðinu þar sem átta stig er í næsta lið fyrir ofan.
Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði 32 stig og Javon Bess skoraði 27 fyrir Tindastól en Marko Jurica 26 stig fyrir Vestra og Hilmir Hallgrímsson 22 stig.
Ísafjörður, Subway deild karla, 17. febrúar 2022.
Gangur leiksins:: 2:7, 6:14, 11:16, 16:22, 21:29, 27:40, 37:50, 40:54, 45:57, 51:69, 58:72, 63:85, 65:89, 71:101, 84:101, 88:107.
Vestri: Marko Jurica 26, Hilmir Hallgrímsson 22/5 fráköst, Ken-Jah Bosley 14/4 fráköst, Nemanja Knezevic 12/19 fráköst/11 stoðsendingar, Rubiera Rapaso Alejandro 7/5 fráköst, Arnaldur Grímsson 7.
Fráköst: 30 í vörn, 9 í sókn.
Tindastóll: Sigtryggur Arnar Björnsson 32/5 fráköst/6 stoðsendingar, Javon Anthony Bess 27/8 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 14/8 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 12/6 fráköst/9 stoðsendingar, Taiwo Hassan Badmus 11/11 fráköst, Zoran Vrkic 5/6 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 3/5 fráköst, Axel Kárason 3.
Fráköst: 34 í vörn, 15 í sókn.
Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson, Georgia Olga Kristiansen, Birgir Örn Hjörvarsson.
Áhorfendur: 150