Valsmenn náðu í tvö góð stig í Subway-deild karla í körfuknattleik þegar þeir fóru í Breiðholtið og unnu ÍR-inga í hörkuleik 83:80.
Valsmenn voru með ágæt tök á leiknum í fyrri hálfleik og voru með níu stiga forskot að honum loknum. ÍR-ingar breyttu þeirri stöðu rækilega í þriðja leikhluta og voru þriggja stiga forskot fyrir síðasta leikhlutann. Þar reyndust Valsmenn hins vegar sterkari og unnu síðasta leikhlutann 25:19.
Landsliðsmaðurinn Kristófer Acox var stigahæstur með 21 stig hjá Val og Kári Jónsson skoraði 17 stig. Valur er með 20 stig í fjórða sæti.
Tomas Zdanavicius var stigahæstur hjá ÍR með 31 stig. ÍR er með 14 stig eins og þrjú önnur lið í 7. - 10. sæti.
TM Hellirinn, Subway deild karla, 17. febrúar 2022.
Gangur leiksins:: 5:5, 7:15, 13:16, 18:20, 21:28, 24:34, 28:37, 30:39, 35:43, 43:47, 51:51, 61:58, 61:62, 65:69, 71:75, 80:83.
ÍR: Tomas Zdanavicius 31/12 fráköst, Collin Anthony Pryor 18, Triston Isaiah Simpson 15/7 stoðsendingar, Sæþór Elmar Kristjánsson 9/5 fráköst, Igor Maric 7/8 stoðsendingar.
Fráköst: 22 í vörn, 2 í sókn.
Valur: Kristófer Acox 21/8 fráköst, Kári Jónsson 17/5 fráköst/6 stoðsendingar, Callum Reese Lawson 16/4 fráköst, Jacob Dalton Jacob Dalton 9, Pablo Cesar Bertone 8/4 fráköst/6 stoðsendingar, Hjálmar Stefánsson 6, Pavel Ermolinskij 4, Pálmi Geir Jónsson 2.
Fráköst: 21 í vörn, 7 í sókn.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Jakob Árni Ísleifsson.
Áhorfendur: 107