Njarðvík átti ekki í vandræðum með að leggja Grindavík að velli í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld í Subway-deild karla í körfuknattleik.
Njarðvík sigraði 102:76 og var yfir 51:39 að loknum fyrri hálfleik. Bikarmeistararnir frá Njarðvík eru tveimur stigum á eftir Íslandsmeisturunum í Þór Þorlákshöfn með 24 stig. Eins og Keflavík. Njarðvíkingar hafa leikið einum leik meira en Þórsarar sem eru með 26 stig. Grindvíkingar eru með 18 stig í 6. sæti.
Stigaskorið dreifðist vel hjá Njarðvík en Mario Matasovic skoraði 20 stig og var stigahæstur. Ivan Alcolado skoraði 21 stig fyrir Grindavík.
Ljónagryfjan, Subway deild karla, 18. febrúar 2022.
Gangur leiksins:: 4:5, 15:11, 20:17, 24:23, 37:25, 41:32, 49:37, 51:39, 55:44, 62:46, 66:54, 74:58, 87:61, 93:64, 100:68, 102:76.
Njarðvík: Mario Matasovic 20/8 fráköst, Fotios Lampropoulos 19/6 fráköst, Dedrick Deon Basile 19/8 fráköst/6 stoðsendingar, Veigar Páll Alexandersson 15, Haukur Helgi Pálsson 14/5 stoðsendingar, Nicolas Richotti 11/6 stoðsendingar, Elías Bjarki Pálsson 2, Logi Gunnarsson 2/5 stoðsendingar.
Fráköst: 29 í vörn, 5 í sókn.
Grindavík: Ivan Aurrecoechea Alcolado 21/9 fráköst, Elbert Clark Matthews 21, Naor Sharabani 20/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 7, Javier Valeiras Creus 6, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 1.
Fráköst: 17 í vörn, 7 í sókn.
Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Ísak Ernir Kristinsson, Eggert Þór Aðalsteinsson.