Stórstjörnurnar með sýningu í frábærum leik

Giannis Antetokounmpo og Joel Embiid eigast við í nótt.
Giannis Antetokounmpo og Joel Embiid eigast við í nótt. AFP

Joel Embiid hjá Philadelphia 76ers og Giannis Antetokounmpo hjá Milwaukee Bucks áttu báðir stórkostlegan leik fyrir sín lið þegar Milwaukee tók á móti Philadelphia í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Leiknum lauk með naumun sigri Philadelphia, 123:120, en Embiid skoraði 42 stig fyrir Philadelphia, tók fjórtán fráköst og gaf fimm stoðsendingar.

Antetokounmpo skoraði 32 stig fyrir Milwaukee, tók ellefu fráköst og gaf níu stoðsendingar.

Philadelphia er í fjórða sæti austurdeildarinnar með 35 sigra og 23 töp en ríkjandi meistarar Milwaukee eru í fimmta sætinu með 36 sigra og 34 töp.

Úrslit næturinnar í NBA:

Charlotte – Miami (frl.) 107:111
Brooklyn – Washington 103:117
New Orleans – Dallas 118:125
Milwaukee – Philadelphia 120:123
LA Clippers – Houston 142:111

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert