Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, hefur frestað þremur leikjum sem fara áttu fram í 1. deildum karla og kvenna í kvöld og á morgun vegna kórónuveirunnar.
Leik Hamars og Skallagríms og leik Sindra og Hrunamanna í 1. deild karla hefur verið frestað um óákveðinn tíma en þeir áttu báðir að fara fram í kvöld.
Þá hefur leik Þór frá Akureyri og Hamars-Þórs í 1. deild kvenna einnig verið frestað um óákveðinn tíma en hann átti að fara fram á morgun.