Jón Axel Guðmundsson og samherjar hans hjá Crailsheim eru komnir í bikarúrslit þýska körfuboltans eftir 81:71-sigur á Braunschweig í undanúrslitum í dag.
Jón Axel fékk lítið að spreyta sig í dag og skoraði tvö stig og tók tvö fráköst á rétt rúmum fjórum mínútum.
Grindvíkingurinn og félagar hans mæta annaðhvort Alba Berlín eða Chemnitz í bikarúrslitum á morgun.