Fjöl

Aliyah Mazyck á fleygiferð í leiknum í Grafarvogi í kvöld.
Aliyah Mazyck á fleygiferð í leiknum í Grafarvogi í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Aliyah Mazyck var stigahæst í liði Fjölnis þegar liðið tók á móti Keflavík í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Subway-deildinni, í Dalhúsum í Grafarvogi í 17. umferð deildarinnar í kvöld.

Mazyck skoraði 25 stig, tók 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar í leiknum sem lauk með 99:83-sigri Fjölnis.

Fjölniskonur voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu með tólf stigum að honum loknum, 43:31. 

Keflavík tókst að minnka forskot Fjölnis í þrjú stig í þriðja leikhluta, 64:67, en Fjölnir skoraði 32 stig gegn 19 stigum Keflavíkur í fjórða leikhluta og þar við sat.

Dagný Lísa Davíðsdóttir skoraði 21 stig og tók 9 fráköst fyrir Fjölni en Daniela Wallen var stigahæst í liði Keflavíkur með 31 stig og 10 fráköst.

Fjölnir fer með sigrinum í efsta sæti deildarinnar í 24 stig en Keflavík er í því fimmta með 14 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert