Tap í bikarúrslitum

Jón Axel Guðmundsson kom lítið við sögu í dag.
Jón Axel Guðmundsson kom lítið við sögu í dag. Ljósmynd/FIBA

Jón Axel Guðmundsson og liðsfélagar hans í Crailsheim þurftu að sætta sig við tap gegn Alba Berlín í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar í körfuknattleik í Berlín í dag. 

Leiknum lauk með tíu stiga sigri Alba Berlín, 86:76, en Jón Axel kom lítið við sögu í leiknum og lék aðeins í tæplega tvær mínútur.

Þetta var í ellefta sinn sem Alba Berlín fagnar sigri í bikarkeppninni en liðið vann síðast keppnina árið 2016.

Alba Berlín hafði tapað síðustu þremur úrslitaleikjum sínum fyrir leik dagsins, gegn Bayern München árið 2021 og 2018 og Brose Bamberg árið 2019 en bikarkeppninni árið 2020 var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert