Allir Ítalirnir spila í heimalandinu

Jón Axel Guðmundsson þekkir væntanlega best til ítölsku leikmannanna.
Jón Axel Guðmundsson þekkir væntanlega best til ítölsku leikmannanna. Ljósmynd/FIBA

Allir sextán leikmennirnir sem skipa ítalska landsliðshópinn í körfuknattleik fyrir leikina tvo gegn Íslandi í undankeppni heimsmeistaramóts karla leika með ítölskum félagsliðum.

Fimm þeirra koma frá liðunum tveimur í Bologna, Virtus Bologna og Fortitudo Bologna, en seinni leikurinn fer fram í þeirri borg á sunnudagskvöldið kemur. Sá fyrri fer fram í Ólafssal á Ásvöllum á fimmtudagskvöldið klukkan 20.

Tveir leikmannanna, Leonardo Toté og Gabriele Procida, voru samherjar Jóns Axels Guðmundssonar fyrri hluta tímabilsins en hann lék þá með Fortitudo og fór svo þaðan til Crailsheim í Þýskalandi í janúar.

Hópur Ítala er þannig skipaður:

Amedeo Della Valle – Germani Brescia
Niccolò Mannion – Virtus Bologna
Paul Biligha – Olimpia Milano
Stefano Tonut – Reyer Venezia
Diego Flaccadori – Trento
Amedeo Tessitori – Virtus Bologna
Matteo Spagnolo – Cremona
Raphael Gaspardo – Brindisi
Mattia Udom – Brindisi
Matteo Imbrò – Treviso
Michele Vitali – Reyer Venezia
Leonardo Totè – Fortitudo Bologna
Davide Alviti – Olimpia Milano
Nicola Akele – Treviso
Gabriele Procida – Fortitudo Bologna
Alessandro Pajola – Virtus Bologna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert