Öflugur hópur fyrir leikina gegn Ítalíu

Martin Hermannsson og Tryggvi Snær Hlinason verða báðir með gegn …
Martin Hermannsson og Tryggvi Snær Hlinason verða báðir með gegn Ítölum. mbl.is/Hari

Craig Pedersen þjálfari karlalandsliðs Íslands í körfuknattleik hefur valið 15 leikmenn fyrir leikina tvo gegn Ítalíu í undankeppni heimsmeistaramótsins í körfuknattleik sem fram fara á fimmtudag og sunnudag.

Áður hafði verið valinn 24 manna hópur fyrir verkefnið en þeir níu sem ekki eru í endanlegum hópi eru til taks ef á þarf að halda.

Leikið verður á Ásvöllum á fimmtudagskvöldið og á Ítalíu á sunnudagskvöldið.

Atvinnumennirnir Martin Hermannsson, Tryggvi Snær Hlinason, Elvar Már Friðriksson, Jón Axel Guðmundsson, Ægir Þór Steinarsson og Þórir G. Þorbjarnarson eru allir klárir í slaginn.

Þessir fimmtán leikmenn skipa hópinn:

Elvar Már Friðriksson, Antwerp Giants, Belgíu (58)
Haukur Helgi Briem Pálsson, Njarðvík (68)
Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík (86)
Jón Axel Guðmundsson, Crailsheim, Þýskalandi (15)
Kári Jónsson, Val (24)
Kristinn Pálsson, Grindavík (25)
Martin Hermannsson, Valencia, Spáni (71)
Ólafur Ólafsson, Grindavík (47)
Pavel Ermolinskij, Val (74)
Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Stjörnunni (57)
Sigtryggur Arnar Björnsson, Tindastóli (12)
Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Tindastóli (58)
Tryggvi Snær Hlinason, Zaragoza (49)
Þórir G. Þorbjarnarson, Landstede Hammers, Hollandi (16)
Ægir Þór Steinarsson, Gipuzkoa, Spáni (66)

Kristófer Acox var einnig boðaður til æfinga með hópnum en gaf ekki kost á sér að þessu sinni.

Aðrir leikmenn sem voru valdir og eru skráðir leikmenn til vara eru: Dagur Kár Jónsson, Stjarnan, Davíð Arnar Ágústsson, Þór Þorlákshöfn, Collin Pryor, ÍR, Gunnar Ólafsson, Stjarnan, Hjálmar Stefánsson, Valur, Hilmar Pétursson, Breiðablik, Hilmar Smári Henningsson, Stjarnan og Ragnar Örn Bragason, Þór Þorlákshöfn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert