Slæm tíðindi fyrir Phoenix Suns

Chris Paul í leiknum gegn Houston Rockets á dögunum en …
Chris Paul í leiknum gegn Houston Rockets á dögunum en í þeim leik varð hann fyrir meiðslum á fingri. AFP

Sterkasta lið NBA-deildarinnar í vetur, Phoenix Suns, verður án leikstjórnandans Chris Paul á næstunni. 

Paul er meiddur á þumalfingri og í frétt á ESPN er því haldið fram að hann muni ekki spila með liðinu næstu sex til átta vikurnar. 

Paul er leiðtogi liðsins og sá reyndasti í leikmannahópnum enda hefur hann átt flottan feril í NBA og með bandaríska landsliðinu. 

Phoenix fór alla leið í úrslit í fyrra en tapaði þar fyrir Milwaukee Bucks. Á þessu tímabili er Phoenix með besta árangur allra liða til þessa og er efst í Vesturdeildinni með 48 sigra en 10 töp. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert