Slóveninn til Brooklyn Nets

Ben Simmons og Goran Dragic eigast við. Þeir gætu orðið …
Ben Simmons og Goran Dragic eigast við. Þeir gætu orðið liðsfélagar hjá Brooklyn. AFP

Enn frekari breytingar eru fyrirhugaðar á leikmannahópi Brooklyn Nets samkvæmt The Athletic. 

Miðillinn greinir því að Slóveninn Goran Dragic sé á leið til Brooklyn en þessi reyndi leikstjórnandi hefur verið á hálfgerðum hrakhólum í vetur.

Eftir góða frammistöðu með Miami Heat undanfarin ár fór Dragic til Toronto Raptors í skiptum fyrir Kyle Lowry. Í febrúar lét Toronto hann fara til San Antonio Spurs en Brooklyn gæti nú fengið hann á frjálsri sölu. 

Goran Dragic reynir að stöðva Jón Arnór Stefánsson á EM …
Goran Dragic reynir að stöðva Jón Arnór Stefánsson á EM í Helsinki en þar var Dragic lykilmaður hjá Slóvenum. mbl.is/Skúli B. Sigurðsson

Steve Nash þjálfari Brooklyn sér sér leik á borði að ná í farsælan leikstjórnanda í Dragic en þeir voru um tíma liðsfélagar hjá Phoenix Suns. Dragic fór í úrslit með Miami Heat og hefur orðið Evrópumeistari mðe Slóveníu. 

Brooklyn sendi James Harden á dögunum til Philadelphia 76ers en fékk í staðinn Ben Simmons og Seth Curry. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert