Leik Hollands og Rússlands frestað

Tryggvi Snær Hlinason í baráttunni gegn Rússum í nóvember.
Tryggvi Snær Hlinason í baráttunni gegn Rússum í nóvember. Ljósmynd/FIBA

Körfuknattleikssamband Evrópu hefur ákveðið að fresta tveimur leikjum í undankeppni HM karla í körfuknattleik vegna stríðsástandsins í ríkjum gömlu Sovétríkjanna. 

Annars vegar er það leikur Hollands og Rússlands í riðli okkar Íslendinga sem fara átti fram í Hollandi á morgun. Hollendingar neituðu að taka á móti Rússum og í kjölfarið lagðist FIBA yfir málið. 

Öðrum leik var einnig frestað en á mánudaginn átti Bretland að mæta Hvíta Rússlandi í Newcastle. Hvíta-Rússland hefur aðkomu að stríðsrekstri Rússa og hefur leik liðanna einnig verið frestað.

Í tilkynningunni frá FIBA eru engar vísbendingar um hvenær leikirnir gætu farið fram. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert