Eftir átta sigra í röð mátti Phoenix Suns, topplið Vesturdeildarinnar í NBA-körfuboltanum, þola óvænt 117:102-tap fyrir New Orleans Pelicans á heimavelli í nótt.
CJ McCollum skoraði 32 stig fyrir New Orleans og Brandon Ingram 28. Devin Booker skoraði 30 fyrir Phoenix.
Eftir leikinn hefur Phoenix unnið 49 leiki og tapað 11. New Orleans er í 12. sæti af 15 liðum í Vesturdeildinni með 24 sigra og 36 töp.
Los Angeles Clippers fagnaði 105:102-sigri á grönnum sínum í Los Angeles Clippers í borg englanna. Terance Mann var stigahæstur í jöfnu liði Clippers með 19 stig og þá tók hann 10 fráköst sömuleiðis. LeBron James var stigahæstur hjá Lakers með 21 stig.
Clippers er í áttunda sæti Vesturdeildarinnar með 30 sigra og 31 tap og Lakers í níunda sæti með 27 sigra og 31 tap.
Úrslit næturinnar í NBA-körfuboltanum:
Charlotte Hornets – Toronto Raptors 125:93
Indiana Pacers – Oklahoma City Thunder 125:129
Orlando Magic – Houston Rockets 119:111
Wahsington Wizards – San Antonio Spurs 153:157
New York Knicks – Miami Heat 100:115
Minnesota Timberwolves – Philadelphia 76ers 102:133
Phoenix Suns – New Orleans Pelicans 102:117
Utah Jazz – Dallas Mavericks 114:109
Los Angeles Lakers – Los Angeles Clippers 102:105