Irving reyndist mesturunum erfiður

Kyrie Irving átti stórleik í nótt.
Kyrie Irving átti stórleik í nótt. AFP

Kyrie Irving átti stórleik fyrir Brooklyn Nets er liðið vann 126:123-útisigur á Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Irving, sem má ekki spila á heimaleiki Brooklyn þar sem hann er óbólusettur, skoraði 38 stig. Bobby Portis gerði 30 fyrir Milwaukee og tók 12 fráköst. Milwaukee er í fimmta sæti Austurdeildarinnar með 36 sigra og 25 töp og Brooklyn er í áttunda sæti með 32 sigra og 29 töp.

Miami Heat er á toppi Austurdeildarinnar og liðið fagnaði 133:129-sigri á San Antonio Spurs. Bam Adebayo gerði 36 stig fyrir Miami. Keita Bates-Diop skoraði 22 fyrir San Antonio og tók 11 fráköst.

Þá fór Ja Morant á kostum fyrir Memphis Grizzlies sem vann 116:110-útisigur á Chicago Bulls. Morant skoraði 46 stig á meðan DeMar DeRozan gerði 31 fyrir Chicago. Chicago er í öðru sæti Austurdeildarinnar og Memphis í þriðja sæti í Vesturdeildinni.

Úrslit næturinnar í NBA-körfuboltanum:

Detroit Pistons – Boston Celtics 104:113
Atlanta Hawks – Toronto Raptors 127:100
Chicago Bulls – Memphis Grizzlies 110:116
Cleveland Cavaliers – Washington Wizards 92:86
Miami Heat – San Antonio Spurs 133:129
Milwaukee Bucks – Brooklyn Nets 123:126
Denver Nuggets – Sacramento Kings 115:110

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert