Þóra og Ástrós danskir bikarmeistarar

Ástrós Lena Ægisdóttir og Þóra Kristín Jónsdóttir með bikarinn eftir …
Ástrós Lena Ægisdóttir og Þóra Kristín Jónsdóttir með bikarinn eftir leikinn í dag. Ljósmynd/Facebook/Jón Þorkelsson

Þóra Kristín Jónsdóttir, landsliðskona í körfuknattleik, og Ástrós Lena Ægisdóttir urðu í dag danskir bikarmeistarar með liði sínu Falcon frá Kaupmannahöfn.

Falcon mætti Herlev í úrslitaleiknum og vann stórsigur, 90:54, eftir að staðan í hálfleik var 36:26.

Þóra og Ástrós eiga góða möguleika á að verða tvöfaldur meistari en Falcon er með góða stöðu á toppi úrvalsdeildarinnar í Danmörku og hefur unnið tólf af þrettán leikjum sínum á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka