Auðvelt að tala en erfitt að framkvæma

Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur í körfubolta var langt frá því að vera sáttur með kvöldið eftir tap í hörku leik gegn Grindavík.

Rúnar sagði sitt lið búið að vera að fara vel yfir hlutina fyrir leik en allt kom fyrir ekki.  Rúnar sagði að leikskipulagið hafi heppnast vel í kvöld þegar það var framkvæmt.

Of langa kafla leiksins voru leikmenn hinsvegar ekki að fylgja því leikskipulagi sem lagt var upp með. Rúnar sagði það ákveðið áhyggjuefni að liðið geti ekki sýnt einbeitningu til að fylgja því leikskipulagi sem sett er upp hverju sinni. 

Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur.
Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert