Stórsigur Njarðvíkur fyrir vestan

Fotios Lampropoulos, til hægri, átti stórleik í kvöld.
Fotios Lampropoulos, til hægri, átti stórleik í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Fotios Lampropoulos fór mikinn fyrir Njarðvík þegar liðið vann öruggan sigur gegn Vestra í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Subway-deildinni, á Ísafirði í 19. umferð deildarinnar í kvöld.

Leiknum lauk með 115:82-sigri Njarðvíkur gen Lampropoulos skoraði 21 stig og tók 13 fráköst í leiknum.

Njarðvík leiddi með 9 stigum eftir fyrsta leikhluta, 29:20. Njarðvíkingar juku forskot sitt hægt og rólega í öðrum leikhluta og var staðan 59:39, Njarðvík í vil, í öðrum leikhluta.

Njarðvíkingar juku forskot sitt um 10 stig í þriðja leikhluta og leiddu með 30 stig að honum loknum, 89:59, og Vestramenn voru aldrei líklegir til þess að snúa leiknum sér í vil í fjórða leikhluta.

Mario Matasovic var stigahæstur í liði Njarðvíkinga með 26 stig og 6 fráköst og þá skoraði Dedrick Basile 20 stig.

Marko Jurica var stigahæstur Vestramanna með 25 stig og 7 fráköst, þá skoraði Nemanja Knezevic 17 stig og tók 10 fráköst.

Njarðvík fer með sigrinum upp fyrir Keflavík í annað sæti og er með 28 stig en Vestri er með 8 stig í ellefta sætinu og þarf að vinna síðustu þrjá leiki sína til þess að eiga von um að halda sæti sínu í deild þeirra bestu.

Gangur leiksins:: 8:4, 9:13, 13:23, 20:29, 26:37, 30:42, 35:51, 39:59, 46:68, 50:75, 56:80, 59:89, 65:97, 72:99, 78:105, 82:115.

Vestri: Marko Jurica 25/7 fráköst, Nemanja Knezevic 17/10 fráköst, Rubiera Rapaso Alejandro 16, Ken-Jah Bosley 9/6 stoðsendingar, Hugi Hallgrimsson 6, Hilmir Hallgrímsson 3/5 fráköst, Friðrik Heiðar Vignisson 3, Arnaldur Grímsson 2, Blessed Parilla 1.

Fráköst: 22 í vörn, 8 í sókn.

Njarðvík: Mario Matasovic 26/6 fráköst, Fotios Lampropoulos 21/13 fráköst, Dedrick Deon Basile 20/8 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 10, Nicolas Richotti 10/6 fráköst/10 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 8, Maciek Stanislav Baginski 8/7 fráköst, Elías Bjarki Pálsson 6/5 fráköst, Jan Baginski 6.

Fráköst: 37 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Aðalsteinn Hjartarson, Georgia Olga Kristiansen.

Áhorfendur: 80

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert