Njarðvík áfram með í baráttunni

Logi Gunnarsson sækir að Garðbæingum í kvöld.
Logi Gunnarsson sækir að Garðbæingum í kvöld. mbl.is/Skúli B. Sig

Hver sigur í Subwaydeild karla er gríðarlega mikilvægur um þessar stundir og einn slíkur datt í hús fyrir þá Njarðvíkinga í kvöld þegar þeir tóku á móti nýkrýndum bikarmeisturum Stjörnunnar. 91:83 varð lokastaða kvöldsins en það voru heimamenn sem höfðu tökin á leiknum nánast frá fyrstu mínútu.  Stjörnumenn gerðu heiðarlega atlögu að því á lokasprettinum að stela sigri þetta kvöldið en úr varð heimasigur að lokum í Ljónagryfjunni. 

„Já ég ætla bara að kenna þessu á það held ég,“ sagði Hlynur Bæringsson leikmaður Stjörnunnar spurður um það hvort að eitthvað sé til sem heitir "Bikarþynnka"  Í það minnsta í upphafi leiks voru gestirnir fremur flatir en á móti var að ákefð Njarðvíkingar var gríðarlega mikil og þá sérstaklega í varnarleik þeirra. Eitthvað sem undirrituðum hefur fundist vantað uppá og líkast til ein þeirra besta varnar frammistaða í vetur.  Njarðvíkingar mættu nokkuð lemstraðir til leiks þar sem að Haukur Helgi Pálsson er frá vegna meiðsla og Veigar Páll Alexandersson lá heima í flensu. Ekki bætti á að Fotius Lambropoulus hinn Gríski fór meiddur af leikvelli í öðrum leikhluta og spilaði ekki meira með.  Að þessu sögðu þá var sigur heimamanna þeim mun stærri.  Má þá nefna framlag sem að Maciej Baginski færði að borðinu þetta kvöldið. Ómetanlegt og vinnuþjarkurinn Mario Matasovic er óhætt að nefna í sömu andrá.  Stjörnumenn voru einfaldlega langt frá sínu besta í kvöld að undanskildum einhverjum 5 -7 mínútum í fjórða leikhluta. Þar voru þeir sem fyrr segir alls ekki langt frá því að koma sér í spennandi loka mínútur en virtust jafnvel vera nokkuð þreyttir. Megnið hinsvegar af leiknum náðu þeir aldrei neinu liðsflæði í sinn leik og einstaklingar hver í sínu horni ætluðu að bjarga deginum. Njarðvíkingar halda því enn þéttri pressu á Þórsurum í toppsæti deildarinnar á meðan Stjörnumenn verma 6 sætið.  Tveir leikir eftir í deildinn og gersamlega ómögulegt að spá fyrir um hvernig líkast til ein sú allra harðasta úrslitakeppi í körfuboltanum muni spilast. 

Gangur leiksins:: 6:2, 10:8, 16:15, 28:15, 37:18, 40:25, 43:30, 51:36, 56:42, 67:51, 75:56, 81:63, 81:68, 85:71, 87:78, 91:83.

Njarðvík: Mario Matasovic 25/10 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 20, Dedrick Deon Basile 14/5 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Nicolas Richotti 11/6 fráköst/5 stoðsendingar, Fotios Lampropoulos 8/7 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 8/4 fráköst, Logi Gunnarsson 5/4 fráköst.

Fráköst: 29 í vörn, 9 í sókn.

Stjarnan: Robert Eugene Turner III 27/7 fráköst/6 stoðsendingar, Shawn Dominique Hopkins 19/4 fráköst, David Gabrovsek 16/9 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 8, Hilmar Smári Henningsson 5/5 fráköst, Kristján Fannar Ingólfsson 3, Arnþór Freyr Guðmundsson 3, Hlynur Elías Bæringsson 2/4 fráköst/5 stoðsendingar.

Fráköst: 25 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Ísak Ernir Kristinsson, Davíð Kristján Hreiðarsson.

Áhorfendur: 123

Njarðvík 91:83 Stjarnan opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert