Njarðvík deildarmeistari eftir sigur á Keflavík

Njarðvík er deildarmeistari árið 2022.
Njarðvík er deildarmeistari árið 2022. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Njarðvík er deildarmeistari karla í körfubolta eftir 98:93-heimasigur á Keflavík í lokaumferð Subway-deildarinnar í körfubolta í kvöld. Njarðvík var yfir nánast allan tímann og náði mest 14 stiga forskoti.

Njarðvík endar með 34 stig, eins og Þór frá Þorlákshöfn, en Njarðvík er með betri árangur innbyrðis og verður Þór því að sætta sig við annað sætið, þrátt fyrir 105:93-útisigur á Grindavík. Þór frá Þorlákshöfn og Grindavík mætast í úrslitakeppninni fyrir vikið.

Dedrick Basile skoraði 25 stig, tók 7 fráköst og gaf 8 stoðsendingar fyrir Njarðvík í kvöld og Fotios Lampropoulos skoraði 23 stig og tók 9 fráköst. Jaka Brodnik skoraði 24 stig fyrir Keflavík.

Davíð Arnar Ágústsson var stigahæstur hjá Þórsurum gegn Grindavík en hann gerði 23 stig. Ólafur Ólafsson skoraði 29 fyrir Grindavík.

Njarðvík - Keflavík 98:93

Ljónagryfjan, Subway deild karla, 31. mars 2022.

Gangur leiksins:: 9:1, 11:9, 20:19, 25:21, 32:25, 41:30, 48:34, 50:43, 56:48, 63:53, 67:61, 72:67, 78:70, 81:73, 87:80, 98:93.

Njarðvík: Dedrick Deon Basile 25/7 fráköst/8 stoðsendingar, Fotios Lampropoulos 23/9 fráköst, Mario Matasovic 18/5 fráköst, Nicolas Richotti 15/4 fráköst/6 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 9, Ólafur Helgi Jónsson 7, Veigar Páll Alexandersson 1.

Fráköst: 21 í vörn, 8 í sókn.

Keflavík: Jaka Brodnik 24/5 fráköst, Dominykas Milka 20/14 fráköst, Darius Tarvydas 17/5 fráköst/5 stoðsendingar, Hörður Axel Vilhjálmsson 15/9 stoðsendingar, Mustapha Jahhad Heron 13/7 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 2, Valur Orri Valsson 2/5 fráköst.

Fráköst: 21 í vörn, 17 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Bjarki Þór Davíðsson, Eggert Þór Aðalsteinsson.

Grindavík - Þór Þ. 93:105

HS Orku-höllin, Subway deild karla, 31. mars 2022.

Gangur leiksins:: 5:4, 11:10, 16:13, 19:24, 25:36, 31:45, 41:53, 42:61, 49:64, 51:66, 56:70, 63:76, 68:80, 74:91, 81:98, 93:105.

Grindavík: Ólafur Ólafsson 29/4 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Kristinn Pálsson 21/9 fráköst, Naor Sharabani 11/8 stoðsendingar, Kristófer Breki Gylfason 9, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 9/4 fráköst/3 varin skot, Javier Valeiras Creus 8/7 fráköst, Magnús Engill Valgeirsson 4, Hafliði Ottó Róbertsson 2.

Fráköst: 21 í vörn, 9 í sókn.

Þór Þ.: Davíð Arnar Ágústsson 23, Ronaldas Rutkauskas 17/5 fráköst, Daniel Mortensen 15/7 fráköst/3 varin skot, Glynn Watson 14/6 fráköst/7 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 11, Ragnar Örn Bragason 9, Kyle Johnson 7, Tómas Valur Þrastarson 6, Luciano Nicolas Massarelli 3/8 fráköst/11 stoðsendingar.

Fráköst: 25 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Aðalsteinn Hjartarson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson.

Áhorfendur: 330

Körfuboltinn í beinni opna loka
kl. 20:58 Leik lokið Njarðvík 98:93 Keflavík - Njarðvík er deildarmeistari árið 2022 eftir sanngjarnan sigur á grönnunum úr Keflavík! Til hamingju Njarðvík.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert