Njarðvík í kjörstöðu eftir góðan sigur á KR

Dedrick Basile átti góðan leik fyrir Njarðvík í kvöld.
Dedrick Basile átti góðan leik fyrir Njarðvík í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Njarðvík er komið í 2:0 í einvígi liðsins gegn KR í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik karla eftir góðan 74:67 sigur gegn heimamönnum í kvöld á Meistaravöllum í Vesturbænum.

Njarðvík byrjaði betur og voru að hitta betur en heimamenn og eftir fyrsta leikhluta voru gestirnir yfir 24:18. Í öðrum leikhluta spilaði Njarðvík frábæra vörn og náðu heimamenn aðeins að skora 11 stig í þeim leikhluta en staðan í háfleik var 29:37 fyrir Njarðvík. Það var aðeins Carl Lindbom sem var að ná að skora hjá KR á meðan Mario Matasovis og Dedrick Basile voru atkvæðamiklir í liði Njarðvíkur.

KR byrjaði betur í seinni hálfleik og það var Brynjar Þór sem skoraði fyrstu körfuna í seinni hálfleik og strax í kjölfarið skoraði Þorvaldur Orri góða körfu. KR náði að minnka muninn í þriðja leikhuta í tvö stig en í lokin sigu Njarðvíkingar aftur fram úr og enduðu þriðja leikhluta með sex stiga forystu 47:53.

Þessi mikla barátta hélt áfram í fjórða leikhluta en Njarðvík náði alltaf að vera á undan og hélt KR hæfilega langt frá sér. Dedrick Basile var öflugur fyrir Njarðvíkinga í kvöld en hann skoraði 25 stig og gaf sjö stoðsendingar. Í liði KR var Þorvaldur Orri stigahæstur með 15 stig.

Næsti leikur liðanna er í Njarðvík á þriðjudagskvöldið. Með sigri þar getur Njarðvík klárað einvígið.

KR - Njarðvík 67:74

Meistaravellir, Subway deild karla, 09. apríl 2022.

Gangur leiksins:: 7:10, 9:13, 16:20, 18:24, 20:26, 20:31, 23:35, 29:37, 33:39, 39:45, 43:48, 47:53, 50:60, 58:62, 61:66, 67:74.

KR: Þorvaldur Orri Árnason 15, Carl Allan Lindbom 14/7 fráköst, Adama Kasper Darbo 12/6 fráköst/8 stoðsendingar, Dani Koljanin 8/8 fráköst, Veigar Áki Hlynsson 7, Brynjar Þór Björnsson 5/7 fráköst, Almar Orri Atlason 3, Björn Kristjánsson 3.

Fráköst: 27 í vörn, 8 í sókn.

Njarðvík: Dedrick Deon Basile 25/5 fráköst/7 stoðsendingar, Mario Matasovic 15/14 fráköst, Haukur Helgi Pálsson 12/4 fráköst, Logi Gunnarsson 8, Fotios Lampropoulos 6/7 fráköst, Nicolas Richotti 4/4 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 2, Veigar Páll Alexandersson 2.

Fráköst: 33 í vörn, 5 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Bjarki Þór Davíðsson.

Áhorfendur: 607

KR 67:74 Njarðvík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert