Besti leikmaður bikarmeistaranna áfram með liðinu

Robert Turner verður áfram í Stjörnunni.
Robert Turner verður áfram í Stjörnunni. Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason

Robert Eugene Turner III og Stjarnan hafa komist að samkomlagi um að leikmaðurinn leiki áfram með liðinu á næstkomandi tímabili í Subway-deild karla í körfubolta.

Turner var stigahæsti og stoðsendingahæsti maður Stjörnunnar á tímabilinu en hann skoraði 23,3 stig og gaf 5,2 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Stjarnan tapaði 3:0 gegn Val í 8-liða úrslitum úrslitakeppni Íslandsmótsins en félagið virðist strax vera farið að safna liði fyrir næsta tímabil.

Tilkynnt var um framlengingu Turner með skemmtilegu myndbandi á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar en í því segir: Okkar besti er búinn að framlengja!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert