Tindastóll vann fyrsta leikinn gegn deildarmeisturunum

Njarðvíkingurinn Dedrick Deon Basile með boltann í leiknum í kvöld …
Njarðvíkingurinn Dedrick Deon Basile með boltann í leiknum í kvöld en Pétur Rúnar Birgisson er til varnar. mbl.is/Skúli B. Sigurðsson

Njarðvík og Tindastóll mættust í kvöld í fyrsta leik undanúrslitaeinvígis Íslandsmóts karla í körfubolta. Tindastóls-menn voru ansi hátt uppi eftir að hafa lagt Keflvíkinga nokkuð örugglega í oddaleik fyrr í vikunni. Þeir komu sáu og sigruðu þetta kvöldið í hreint út sagt mögnuðum körfuboltaleik sem hafði upp á allt að bjóða. 84:79 varð niðurstaða kvöldsins eftir frábæran leik sem var bæði jafn og spennandi. 

Mikið var rætt um þá ákefð sem Tindastóls-menn sýndu í síðasta leik þegar þeir lögðu nágranna Njarðvíkinga í Keflavík. Sama ákefð var vissulega til staðar í kvöld en hins vegar var andstæðingurinn töluvert betur undirbúin í verkefnið. Úr varð frábær viðureign sem liðanna í kvöld.

Tindastóls-menn spiluðu gríðarlega fastan varnarleik og á tímum dönsuðu þeir á línum reglugerðarbókarinnar.  Hins vegar virðast reglurnar úr þeirri skruddu ekki vera jafn harðar í úrslitakeppninni sem vissulega getur verið kostur. Eitthvað sem Njarðvíkingar þurfa að bæta við sinn leik fyrir komandi rimmur milli liðanna. Bakvarða par Tindastóls, Sigtryggur Arnar og Pétur Rúnar reyndust Njarðvíkingum erfiðir þetta kvöldið. Sá fyrrnefndi í raun bjargaði gestunum hvað eftir annað þegar Njarðvíkingar virtust stefna í að ná grettistaki á leiknum.

Það er gömul tugga sem segir að sókn vinni leiki en vörn vinni titla og þetta kvöld sýndi að sú tugga er alls engin mýta. Tindastóll hélt Njarðvíkingum í 79 stigum á þeirra eigin heimavelli og það reyndist ákveðinn vendipunktur þetta kvöldið. Leikurinn sem slíkur var gómsætur forréttur fyrir komandi viðureignir milli liðanna. Ekkert annað en fjör á komandi Sunnudag þegar liðin mættast á Sauðárkróki í leik númer 2. 

Gangur leiksins:: 5:5, 13:11, 17:16, 25:16, 27:22, 33:26, 38:30, 43:41, 45:46, 49:49, 56:56, 62:60, 62:65, 69:67, 74:78, 79:84.

Njarðvík: Fotios Lampropoulos 30/12 fráköst, Dedrick Deon Basile 19/7 fráköst/10 stoðsendingar/5 stolnir, Haukur Helgi Pálsson 9/4 fráköst, Logi Gunnarsson 8, Mario Matasovic 6/4 fráköst, Nicolas Richotti 4/6 fráköst/5 stoðsendingar, Veigar Páll Alexandersson 3.

Fráköst: 25 í vörn, 12 í sókn.

Tindastóll: Sigtryggur Arnar Björnsson 20/4 fráköst/5 stoðsendingar, Taiwo Hassan Badmus 17/9 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 16/5 fráköst, Zoran Vrkic 12/6 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 9, Javon Anthony Bess 7/6 fráköst/3 varin skot, Viðar Ágústsson 2, Helgi Rafn Viggósson 1.

Fráköst: 26 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Ísak Ernir Kristinsson, Gunnlaugur Briem.

Njarðvík 79:84 Tindastóll opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert