Njarðvíkingar minnkuðu muninn

Dedrick Basile úr Njarðvík sækir að körfu Tindastóls í kvöld.
Dedrick Basile úr Njarðvík sækir að körfu Tindastóls í kvöld. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Njarðvíkingar sem fyrir kvöldið voru uppvið vegg í einvíginu gegn Tindastóli í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta höfðu það af að ná loksins sigri gegn Skagfirðingum og minnka muninn í einvíginu í 2:1.

93:75 varð niðurstaða kvöldsins og 18 stiga sigur kannski gefur ekki alveg rétta mynd af leiknum í heild sinni. Njarðvíkingar leiddu með þremur stigum í hálfleik og sterkur þriðji leikhluti var lykillinn að sigri heimamanna.

Sú staða reyndar eftir þriðja leikhluta var keimlík þeirri úr síðasta leik liðanna þar sem að Njarðvíkingar komu sér í nokkuð þægilegt forskot fyrir síðasta fjórðung. Hinsvegar þetta kvöldið fór liðið ekki að verja sinn hlut heldur héldu áfram að keyra á körfuna hjá Tindastól. Mikil harka einkenndi síðasta leikhluta kvöldsins og gengu Tindastólsmenn eins langt og þeir komust og stundum töluvert lengra en regluverkið leyfir.

Einmitt þeirra leikur að spila fast og hart og taka vel á Njarðvíkingum. En heimamenn hinsvegar hnykluðu vöðvana á móti og uppskáru eftir því. Tindstólsmenn voru í raun aldrei langt undan og voru í raun fljótir að refsa Njarðvíkingum við hver þeirra mistök. Þeir hófu að naga niður forskot Njarðvíkinga hægt og bítandi í fjórða leikhluta en sem fyrr segir þá stóðust heimamenn áhlaupið og náðu sigrinum mikilvæga.

Það munaði gríðarlega að þetta kvöldið fengu Njarðvíkingar framlag frá fleiri mönnum á báðum endum vallarins. Það verður ekki komist hjá því að nefna Ólaf Helga Jónsson, þann ref, sem kom með mikla baráttu í liðið og skilaði frábæru kvöldi fyrir þá grænu.

Nú færist þessi refskák aftur í Skagafjörðinn á komandi laugardag. Það sem fyrr þurfa Njarðvíkinga að ná sigri til að halda lífi í þessari rimmu á meðan Tindastólsmenn geta með sigrinum komist í úrslita einvígið.  

Ljónagryfjan, Subway deild karla, 27. apríl 2022.

Gangur leiksins:: 7:8, 11:13, 15:23, 21:28, 33:29, 39:36, 44:41, 49:46, 53:48, 61:52, 71:57, 79:63, 83:67, 86:69, 91:75, 93:75.

Njarðvík: Nicolas Richotti 25, Dedrick Deon Basile 14/9 fráköst/6 stoðsendingar, Fotios Lampropoulos 12/9 fráköst, Logi Gunnarsson 10, Mario Matasovic 10/7 fráköst, Haukur Helgi Pálsson 10/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 7/6 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 5.

Fráköst: 31 í vörn, 7 í sókn.

Tindastóll: Taiwo Hassan Badmus 24/5 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 24/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12, Pétur Rúnar Birgisson 6/4 fráköst, Javon Anthony Bess 6/4 fráköst, Zoran Vrkic 3/7 fráköst.

Fráköst: 19 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Kristinn Óskarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson.

Njarðvík 93:75 Tindastóll opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert