Körfuknattleiksmaðurinn Dominykas Milka verður ekki lengur í herbúðum Keflavíkur en hann hefur leikið með liðinu við góðan orðstír þrjú síðustu ár.
Leikmaðurinn staðfesti í samtali við karfan.is að ný stjórn hafi ekki óskað eftir þjónustu hans og var samningnum því sagt upp.
Milka kom gekk í raðir Keflavíkur árið 2019 og hefur verið á meðal betri leikmanna deildarinnar síðan en hann gerði 23 stig og tók tíu fráköst að meðaltali í leik á síðustu leiktíð er Keflavík fór alla leið í lokaúrslit og varð deildarmeistari.
Bandaríski Litháinn skoraði 15 stig og tók tíu fráköst að meðaltali á þessari leiktíð en Keflavík féll úr leik gegn Tindastóli í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar.