Hulda áfram í Grindavík

Hulda Björk Ólafsdóttir í baráttu við Birgit Ósk Snorradóttur í …
Hulda Björk Ólafsdóttir í baráttu við Birgit Ósk Snorradóttur í leik Grindavíkur og Breiðabliks í vetur. mbl.is/Óttar Geirsson

Hulda Björk Ólafsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild Grindavíkur og mun því leika áfram með kvennaliði félagsins.

Hulda Björk, sem er aðeins 18 ára gömul, var einn lykilmanna Grindavíkur sem hafnaði í sjöunda og neðsta sæti úrvalsdeildar kvenna, Subway-deildarinnar, á nýafstöðnu tímabili.

„Hulda Björk átti mjög gott tímabil með Grindavík í vetur og var valin mikilvægasti leikmaður tímabilsins hjá kvennaliði Grindavíkur.

Hulda var með 10,1 stig að meðaltali í vetur og tók miklum framförum. Það er mikið gleðiefni að Hulda verði áfram hjá Grindavík næstu árin,“ sagði meðal annars í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Grindavíkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert