Miklar tilfinningar á Hlíðarenda - myndasyrpa

Pavel Ermolinskij átti erfitt með að fela tilfinningar sínar þegar …
Pavel Ermolinskij átti erfitt með að fela tilfinningar sínar þegar liðið hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tilfinningarnar báru menn ofurliði þegar Valsmenn tryggðu sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil karla í körfuknattleik í 39 ár í Origo-höllinni á Hlíðarenda í kvöld.

Valsmenn höfðu betur gegn Tindastóli í fimmta og jafnframt oddaleik liðanna en leiknum lauk með 73:60.

Þetta var áttundi Íslandsmeistaraititll Pavels Ermolinskijs en hann gekk til liðs við Val frá KR árið 2019.

Valsmenn fögnuðu titlinum vel og innilega í kvöld eftir langþráða bið en myndir af fagnaðarlátunum má sjá hér fyrir neðan.

Valsmenn fagna Íslandsmeistaratitilinum.
Valsmenn fagna Íslandsmeistaratitilinum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Pablo Bertone og Hjálmar Stefánsson fallast í faðma í leikslok.
Pablo Bertone og Hjálmar Stefánsson fallast í faðma í leikslok. mbl.is/Kristinn Magnússon
Kári Jónsson var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar.
Kári Jónsson var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar. mbl.is/Kristinn Magnússon
Kári Jónsson og Pablo Bertone fagna.
Kári Jónsson og Pablo Bertone fagna. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert