Kristófer og Dagný best

Dagný Lísa Davíðsdóttir úr Fjölni, besti leikmaðurinn í kvennaflokki, með …
Dagný Lísa Davíðsdóttir úr Fjölni, besti leikmaðurinn í kvennaflokki, með verðlaunin í dag. mbl.is/Eggert

Kristófer Acox, fyrirliði nýkrýndra Íslandsmeistara Vals, var í dag valinn leikmaður ársins á verðlaunahátíð Körfuknattleikssambands Íslands. Dagný Lísa Davíðsdóttir hjá deildarmeisturum Fjölnis var valin leikmaður ársins í kvennaflokki.

Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls sem fór alla leið í úrslit og lék við Val, var valinn þjálfari ársins í karlaflokki og Bjarni Magnússon, þjálfari bikarmeistara Hauka, var valinn þjálfari ársins í kvennaflokki en Haukar töpuðu fyrir Njarðvík í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn.

Daninn Daniel Mortensen hjá Þór frá Þorlákshöfn er besti erlendi leikmaður ársins í karlaflokki og Aliyah Mazyck hjá Fjölni besti erlendi leikmaðurinn í kvennaflokki.

Kristófer Acox úr Val, besti leikmaðurinn í karlaflokki, með verðlaunin …
Kristófer Acox úr Val, besti leikmaðurinn í karlaflokki, með verðlaunin í dag. mbl.is/Eggert

Þá eru Þorvaldur Orri Árnason hjá KR og Tinna Guðrún Alexandersdóttir hjá Haukum bestu ungu leikmenn ársins.

Úrvalslið Subway-deildar karla:
Hilmar Pétursson, Breiðabliki
Sigtryggur Arnar Björnsson, Tindastóli
Ólafur Ólafsson, Grindavík
Kristófer Acox, Val
Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Tindastóli

Úrvalslið Subway-deildar kvenna:
Dagbjört Dögg Karlsdóttir, Val
Eva Margrét Kristjánsdóttir, Haukum
Helena Sverrisdóttir, Haukum
Dagný Lísa Davíðsdóttir, Fjölni
Isabella Ósk Sigurðardóttir, Breiðabliki

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert