Ráðinn þjálfari Þórs 25 ára

Óskar Þór Þorsteinsson er orðinn þjálfari Þórs.
Óskar Þór Þorsteinsson er orðinn þjálfari Þórs. Ljósmynd/Þór

Körfuknattleiksdeild Þórs á Akureyri hefur ráðið Óskar Þór Þorsteinsson sem þjálfara karlaliðs félagsins. Hann tekur við af Bjarka Ármanni Oddssyni.

Þór leikur í næstefstu deild á næstu leiktíð eftir fall úr deild þeirra bestu á síðustu leiktíð.

Óskar kemur til Þórs frá Álftanesi þar sem hann var aðstoðarþjálfari Hrafns Kristjánssonar. Óskar er aðeins 25 ára en hann hefur þjálfað yngri flokka Stjörnunnar í áraraðir, þrátt fyrir ungan aldur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert