Íslandsmeistari snýr aftur í Val

Kiana Johnson í leik með Val á þarsíðustu leiktíð.
Kiana Johnson í leik með Val á þarsíðustu leiktíð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bandaríska körfuknattleikskonan Kiana Johnson hefur gert samning við Val og mun leika með liðinu á næstu leiktíð.

Johnson þekkir afar vel til Valsliðsins því hún var leikmaður þess frá 2019 til 2021 og varð einu sinni Íslandsmeistari og í tvígang deildarmeistari. Hún skoraði 16 stig, tók sjö fráköst og gaf sjö stoðsendingar tímabilið 2020/21 með Val.

Leikmaðurinn tók sér frí frá körfubolta á síðustu leiktíð og nýtti tímann m.a. til að skrifa ævisögu. Hún er uppalin í Chicago, þar sem hún átti erfið æskuár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert