Tekur við nýliðunum

Ari Gunnarsson er hann stýrði kvennaliði Vals á sínum tíma.
Ari Gunnarsson er hann stýrði kvennaliði Vals á sínum tíma. Ófeigur Lýðsson

Ari Gunn­ars­son hef­ur kom­ist að sam­komu­lagi við körfuknatt­leiks­deild ÍR um að þjálfa kvennalið fé­lags­ins næstu tvö tíma­bil.

ÍR leik­ur sem nýliði í efstu deild kvenna á næsta tíma­bili eft­ir að hafa haft bet­ur gegn B-deild­ar­meist­ur­um Ármanns í úr­slita­ein­vígi um laust sæti í deild­inni á ný­af­stöðnu tíma­bili.

Kristjana Eir Jóns­dótt­ir stýrði liðinu upp um deild en hún tók við deild­ar­meist­ur­um Fjöln­is á dög­un­um.

Því var ÍR í leit að þjálf­ara og í há­deg­inu í gær skrifaði Ari und­ir tveggja ára samn­ing.

„Við erum gríðarlega ánægð með að fá Ara til starfa til okk­ar og hjálpa okk­ur að festa liðið í sessi í Su­bway deild kvenna, það er ekki spurn­ing að reynsla hans mun hjálpa fé­lag­inu, bæði við að efla innviðina í fé­lag­inu og að hjálpa okk­ur að taka næsta skref í bar­átt­unni í Su­bway deild­inni á næsta tíma­bili“ sagði Stein­ar Þór Guðjóns­son, formaður körfuknatt­leiks­deild­ar ÍR, í til­kynn­ingu frá deild­inni.

„Ari býr yfir mik­illi reynslu og hef­ur þjálfað víða m.a. lið Ham­ars, KR, Skalla­gríms, Vals og Hauka í efstu deild kvenna.

Í kjöl­far und­ir­rit­un­ar samn­ings í dag lét Ari hafa eft­ir sér að hann sé spennt­ur að taka fram þjálf­ara­spjaldið og taka þátt í því æv­in­týri sem nýtt íþrótta­hús fé­lags­ins í Mjódd­inni mun bjóða upp á á næsta tíma­bili,“ sagði auk­in­held­ur í til­kynn­ing­unni.

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert