Selfyssingar styrkja sig

Srdjan Stojanovic í leik með Þór frá Akureyri á síðasta …
Srdjan Stojanovic í leik með Þór frá Akureyri á síðasta ári. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Karlalið Sel­foss í körfuknatt­leik hef­ur samið við þrjá nýja leik­menn og end­ur­samið við þrjá leik­menn sem léku með liðinu á síðustu leiktíð.

Serbinn Sr­djan Stojanovic og hinir efni­legu Arn­ald­ur Gríms­son og Ísak Júlí­us Per­due eru gengn­ir til liðs við Sel­foss.

Þá skrifuðu Sig­mar Jó­hann Bjarna­son, Arn­ar Geir Lín­dal og Ísar Freyr Jónas­son und­ir nýja samn­inga.

Sel­foss leik­ur í 1. deild, næ­stefstu deild hér á landi.

Körfuknatt­leiks­deild Sel­foss til­kynnti um kom­ur Stojanovic auk Arn­ald­ar og Ísaks Júlí­us­ar og nýja samn­inga Sig­mars Jó­hanns, Arn­ars Geirs og Ísars Freys í nokkr­um til­kynn­ing­um.

Til­kynn­ing­arn­ar tekn­ar sam­an:

„Sr­djan, sem er 31 árs gam­all, þekk­ir vel til á Íslandi en hann lék tvö tíma­bil með Fjölni í 1. deild , 2018-2020, og eitt tíma­bil með Þór Ak­ur­eyri í efstu deild, 2020-2021. Seinna tíma­bilið með Fjölni skilaði Sr­djan 20 stig­um, 6 frá­köst­um og 4 stoðsend­ing­um á tæp­um 33 mín­út­um. Með Þór Ak. í Dominós­deild­inni ’20-’21 spilaði Sr­djan einnig um 33 mín­út­ur, í 26 leikj­um, skoraði 15,6 stig, tók 4 sókn­ar­frá­köst og gaf 3 stoðsend­ing­ar að meðaltali, og var með rúm­lega 40% skot­nýt­ingu, jafnt utan sem inn­an þriggja­stigalín­unn­ar. Hann lék á Írlandi á síðasta tíma­bili.

Arn­ald­ur Gríms­son er al­inn upp hjá Val. Arn­ald­ur er á 20. ald­ursári og lék með Vestra í Su­bway deild­inni í fyrra. Hann spilaði þar 10 mín­út­ur, skoraði 3,4 stig og tók 3 frá­köst að meðaltali í 21 leik. Arn­ald­ur er öfl­ug­ur fram­herji og mjög vax­andi og átti skín­andi leiki þegar líða fór á tíma­bilið.

Ísak Júlí­us Per­due er al­inn upp hjá Þór í Þor­láks­höfn. Hann er á 19. ald­ursári, hef­ur stundað nám í FSu og verið í körfu­bolta­aka­demí­unni á Sel­fossi. Ísak var í sterkm­um leik­manna­hópi Þórs í Su­bway­deild­inni í 27 leikj­um. Hann leit­ar nú nýrra tæki­færa og stærri áskor­ana með aukn­um spila­tíma í 1. deild­inni. Ísak er ekki há­vax­inn en lík­am­lega sterk­ur og öfl­ug­ur leik­stjórn­andi sem á framtíðina fyr­ir sér.

Sig­mar Jó­hann Bjarna­son tek­ur sitt fjórða tíma­bil með Sel­fossliðinu. Sig­mar verður seint full­met­inn í leik­manna­hópn­um en hann var fyr­irliði liðsins á síðasta tíma­bili, 22 ára gam­all. Sig­mar spilaði um 11 mín­út­ur að meðaltali í 23 leikj­um í fyrra.

Arn­ar Geir Lín­dal mun leika sitt annað tíma­bil í Sel­foss­bún­ingn­um. Hann er 22 ára, setti 3 stig á um 12 mín­út­um að meðaltali í 23 leikj­um í fyrra.

Ísar Freyr Jónas­son er á 20. ald­ursári og kom til liðs við Sel­foss frá KR í fyrra. Ísar spilaði 24 mín­út­ur, skoraði 5 stig og tók 3 frá­köst að meðaltali í 22 leikj­um. Ísar var einnig í þjálf­arat­eymi yngri­flokka á Sel­fossi, vin­sæll þjálf­ari og góð fyr­ir­mynd. Hann er í æf­inga­hóp U20 ára landsliðsins.“

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert