Fjórar framlengja hjá nýliðunum

Nína Jenný Kristjánsdóttir, Arndís Þóra Þórisdóttir, Rebekka Rut Hjálmarsdóttir og …
Nína Jenný Kristjánsdóttir, Arndís Þóra Þórisdóttir, Rebekka Rut Hjálmarsdóttir og Elma Finnlaug Þorsteinsdóttir ásamt Ara Gunnarssyni þjálfara. Ljósmynd/ÍR

Körfuknatt­leiks­kon­urn­ar Nína Jenný Kristjáns­dótt­ir, Arn­dís Þóra Þóris­dótt­ir, Re­bekka Rut Hjálm­ars­dótt­ir og Elma Finn­laug Þor­steins­dótt­ir hafa all­ar kom­ist að sam­komu­lagi við körfuknatt­leiks­deild ÍR um að leika áfram með kvennaliðinu á næsta tíma­bili, þar sem það verður nýliði í efstu deild.

ÍR hafði í vor bet­ur gegn 1. deild­ar­meist­ur­um Ármanns, 3:2, eft­ir æsispenn­andi ein­vígi sem fór alla leið í odda­leik.

„ÍR-ing­ar þekkja Nínu vel en hún hef­ur verið lyk­il­leikmaður hjá ÍR und­an­far­in ár. Á síðasta tíma­bili skilaði Nína 9,8 stig­um í leik auk þess að taka 6,6 frá­köst.

Arn­dís hef­ur einnig spilað með liðinu und­an­far­in ár og verið lyk­il­leikmaður en glímdi við meiðsli á síðasta tíma­bili. Arn­dís skilaði 7,2 stig­um tíma­bilið 2020-2021 auk þess að taka 7,1 frá­kast.

Re­bekka er efni­leg­ur leikmaður sem spilaði rúm­ar 18 mín­út­ur í leik á síðasta tíma­bili þrátt yfir ung­an ald­ur (18). Var hún með 4,8 stig og 3,5 frá­köst í leik, þá spilaði hún kraft­mikla vörn og var oft of­ar­lega, ef ekki efst í +/- ​töl­fræðinni. Leik­ur Re­bekku fór vax­andi yfir tíma­bilið og átti hún marga af sín­um bestu leikj­um í úr­slita­keppn­inni.

Elma Finn­laug er ung­ur og efni­leg­ur leikmaður (16) sem kom af mikl­um krafti inn í meist­ara­flokk á síðasta tíma­bili. Verður gam­an að fylgj­ast með þess­um ungu og efni­legu leik­mönn­um í vet­ur,“ sagði í til­kynn­ingu frá körfuknatt­leiks­deil ÍR um leik­menn­ina fjóra.

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert