Mótherjar Íslands fá NBA-leikmann

Lorenzo Brown er orðinn Spánverji.
Lorenzo Brown er orðinn Spánverji. Ljósmynd/nba.com

Spán­verj­ar, ríkj­andi heims­meist­ar­ar karla í körfuknatt­leik sem eru á meðal næstu mót­herja Íslend­inga í undan­keppni heims­meist­ara­móts­ins 2023, hafa fengið liðsauka en fyrr­ver­andi NBA-leikmaður er kom­inn með spænsk­an rík­is­borg­ara­rétt og keppn­is­leyfi með landsliði þeirra.

Þetta er Lor­enzo Brown, sem Minnesota Timberwol­ves valdi í nýliðaval­inu árið 2013 en hann spilaði 107 NBA-leiki með Minnesota, Toronto, Phoen­ix og Phila­delp­hia. 

Hann hef­ur síðan leikið í Kína og svo með Rauðu stjörn­unni í Serbíu, Fener­bahce í Tyrklandi og UNICS Kaz­an í Rússlandi en hann er ný­geng­inn til iiðs við ísra­elska stórliðið Macca­bi Tel Aviv.

Brown er 31 árs gam­all skot­bakvörður og eyk­ur breidd­ina í spænska liðinu sem hef­ur gjör­breyst á síðustu tveim­ur árum en í liðinu í dag eru eng­ir eft­ir af þeim sem urðu heims­meist­ar­ar árið 2019.

Spán­verj­ar mæta Úkraínu í loka­leik fyrri undan­keppn­inn­ar á fimmtu­dags­kvöldið og mæta síðan Íslend­ing­um, Ítöl­um og Hol­lend­ing­um í seinni undan­keppn­inni sem er leik­in í ág­úst, nóv­em­ber og fe­brú­ar.

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert