Bracey færir sig í Laugardalinn

Austin Bracey í fatnaði Ármanns.
Austin Bracey í fatnaði Ármanns. Ljósmynd/Ármann

Körfuknattleiksmaðurinn Austin Bracey hefur gengið til liðs við Ármann og mun leika með liðinu á komandi tímabili í 1. deildinni. Auk þess mun hann þjálfa yngri flokka félagsins. 

Austin er 32 ára gamall bakvörður sem er með mikla reynslu. Hann hefur leikið 250 leiki á Íslandi frá árinu 2012 með Val, Haukum, Snæfelli, Hetti og Selfossi.

Á ferli sínum á Íslandi er hann með 41,5% þriggja stiga skotnýtingu. 

Ólafur Þór Jónsson, þjálfari Ármanns, er hæstánægður með að fá Bracey. 

„Bracey er gríðarlegur liðsstyrkur fyrir okkar lið. Við þekkjum vel til hans enda býr hann og starfar í hverfinu og er flott fyrirmynd fyrir unga iðkendur. Hann kemur með gæði inn í hópinn og mikla reynslu,“ sagði Ólafur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka