Ísland leikur um þriðja sætið

Tómas Valur Þrastarson sækir að Svíum í dag.
Tómas Valur Þrastarson sækir að Svíum í dag. Ljósmynd/FIBA

Íslenska U18 ára landslið karla í körfubolta leikur um þriðja sætið í B-deild Evrópumótsins eftir 71:94-tap gegn Svíþjóð í undanúrslitum í dag.  

Staðan í hálfleik var 51:38, Svíum í vil, og var íslenska liðið ekki líklegt til að jafna í seinni hálfleik. Þetta var um leið úrslitaleikur um sæti í A-deildinni.

Tómas Valur Þrastarson skoraði 19 stig og tók sex fráköst fyrir íslenska liðið, Daníel Ágúst Halldórsson skoraði 16 stig, tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar og Almar Orri Atlason skoraði ellefu stig og tók sex fráköst.

Ísland leikur við Danmörku eða Finnland um þriðja sætið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert