Litháísku meistararnir á eftir Elvari

Elvar Már Friðriksson.
Elvar Már Friðriksson. mbl.is/Arnþór Birkisson

Litháísku körfuknattleiksmeistararnir Rytas Vilnius eru sagði vilja fá landsliðsmanninn Elvar Már Friðriksson í sínar raðir fyrir komandi tímabil. 

Frá þessu greinir Karfan.is

Elvar þekkir litháísku deildinni vel  en hann lék þar með Siauliai tímabilið 2021-22. Það tímabil var hann valinn besti leikmaður deildarinnar þar sem hann skilaði 15 stig og gaf átta stoðsendingar að meðaltali í leik. 

Á síðustu leiktíð lék Elvar fyrir Antwerp Giants í BNTX deildinni í Belgíu og Hollandi, sem og í Evrópukeppni með liðinu. Hann skipti þó yfir til Tortona á Ítalíu undir lok tímabils. 

Elvar var frábær í leik Íslands og Hollands er íslenska liðið vann frækinn endurkomusigur í undankeppni heimsmeistaramótsins í körfubolta í Ólafssal fyrr í sumar.  Þar skilaði hann 20 stigum og tók fjögur fráköst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka