Grikkland hafði betur gegn Spáni, mótherjum Íslands í körfuknattleik karla í undankeppni HM 2023, í vináttulandsleik í dag, 86:70, þar sem Giannis Antetokounmpo, einn besti leikmaður NBA-deildarinnar, fór á kostum.
Antetokounmpo, gjarnan kallaður „gríska skrímslið“ (e. Greek freak) vestanhafs, reyndist Spánverjum afar illviðráðanlegur og var langstigahæstur í leiknum með 31 stig auk þess sem hann tók tíu fráköst, gaf þrjá stoðsendingar og stal einum bolta á aðeins 20 mínútum.
Stigahæstur Spánverja var Willy Hernangómez með 15 stig, auk þess sem hann tók fimm fráköst.
Ísland mætir Spáni í haust í lokaumferð undankeppni HM, þar sem íslenska liðið freistar þess að komast á heimsmeistaramót í fyrsta skipti í sögunni.