Lit­háísku meistararnir tilkynna Elvar

Elvar Már Friðriksson skilaði 20 stig­um og tók fjög­ur frá­köst …
Elvar Már Friðriksson skilaði 20 stig­um og tók fjög­ur frá­köst í leik Íslands og Holllands í undan­keppni HM. mbl.is/Óttar Geirsson

Lit­háísku körfuknatt­leiks­meist­ar­arn­ir Rytas Vilnius tilkynntu í dag íslenska landsliðsbakvörðinn Elvar Már Friðriksson sem nýjan leikmann liðsins.

Elv­ar þekk­ir lit­háísku deild­ina vel  en hann lék þar með Siauliai tíma­bilið 2020-21. Það tíma­bil var hann val­inn besti leikmaður deild­ar­inn­ar  og skilaði 15 stigum og gaf átta stoðsend­ing­ar að meðaltali í leik.

Hann kemur til þeirra frá Dethrona Tortona á Ítalíu sem hann skipti í frá Antwerp Gi­ants undir lok síðasta tímabils.

Hann skrifaði undir eins ár samning við ríkjandi meistarana og var tilkynntur á heimasíðu félagsins í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka