Íslenska U16 ára landslið karla í körfubolta mátti þola naumt 64:66-tap fyrir Búlgaríu í B-deild Evrópumótsins í Sófíu, höfuðborg Búlgaríu, í dag.
Ísland vann Lúxemborg og Sviss í fyrstu tveimur leikjum sínum á mótinu, en afar naumt tap reyndist niðurstaðan í dag.
KR-ingurinn Lars Erik Bragason bar af í íslenska liðinu og skoraði 24 stig og tók sex fráköst. Aðrir í íslenska liðinu skoruðu minna en tíu stig.
Íslenska liðið mætir Tékklandi í lokaleik sínum í B-riðli á þriðjudag.