Helgi og Svavar framlengja hjá Tindastóli

Helgi Margeirsson og Svavar Birgisson skrifuðu undir í dag.
Helgi Margeirsson og Svavar Birgisson skrifuðu undir í dag. Ljósmynd/Körfuknattleiksdeild Tindastóls

 Helgi Margeirsson og Svavar Birgisson framlendu samning sinn við körfuboltadeild Tindastóls í dag og verða því áfram aðstoðaþjálfarar meistaraflokks karla.

Helgi og Svavar voru aðstoðarþjálfarar á síðasta tímabili þegar Baldur Þór Ragnarsson var aðalþjálfari liðsins en hann gekk til liðs við Ulm í Þýskalandi í sumar.

Vladimir Anzulović tók við sem aðalþjálfari liðsins en hann kemur frá Króa­tíu og þjálfaði þar síðast lið Za­dar.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert