Grískur miðherji í Grindavík

Gaios Skordilis er orðinn leikmaður Grindavíkur.
Gaios Skordilis er orðinn leikmaður Grindavíkur. Ljósmynd/Grindavík

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur gengið frá samningi við hinn gríska Gaios Skordilis og mun hann leik með liðinu á komandi tímabili.

Skordilis er stór og stæðilegur miðherji, en hann er 208 sentímetrar á hæð og 125 kíló. Leikmaðurinn er 34 ára og með mikla reynslu úr efstu deild í heimalandinu.

Hann lék síðast með Montreal Alliance í Kanada þar sem hann skoraði 4,7 stig og tók 2,1 frákast að meðtaltali á 11,9 mínútum. Skordilis lék á sínum tíma fyrir stórliðið Panathinaikos og lék í Evrópudeildinni, sterkustu keppni álfunnar.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert