Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, landsliðsmaður í körfuknattleik, hefur skrifað undir samning við Oviedo á Spáni og mun spila með þeim á komandi leiktíð.
Þetta tilkynnti spænska félagið í dag á samfélagsmiðlum. Liðið er í næst efstu deild á Spáni og Þórir kemur þaðan frá Landstede Hammers í BNXT deildinni í Belgíu/Hollandi.
Ægir Þór Steinarsson skrifaði einnig undir við lið í næst efstu deild á Spáni í sumar en hann gekk til liðs við HLA Alicante.
Þórir skilaði 12 stigum, 5 fráköstum og 3 stoðsendingum fyrir Landstede Hammers á síðustu leiktíð.
✍️ El islandés Thorir Gudmundur Thorbjarnarson, nuevo jugador del Alimerka OCB
— Oviedo Club Baloncesto (@oviedocb) August 16, 2022
Estos son sus números en la BNXT League:
🏀 12,3 pts
🎯 50% T2 / 32,4% T3 / 81% TL
⏱️ 31 minutos
➡️ 5,2 reb / 3,3 as.
🗞️ https://t.co/bk7JmWtzew
¡Bienvenido, @Totiturbo!#yosoyOCB pic.twitter.com/TmYsQB0V6l