Þórir Guðmundur fer til Spánar

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson í leik með KR síðastliðið haust þar …
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson í leik með KR síðastliðið haust þar sem hann spilaði áður en hann fór út í atvinnumennsku. mbl.is/Árni Sæberg

Þórir Guðmund­ur Þor­bjarn­ar­son, landsliðsmaður í körfuknatt­leik, hefur skrifað undir samning við Oviedo á Spáni og mun spila með þeim á komandi leiktíð.

Þetta tilkynnti spænska félagið í dag á samfélagsmiðlum. Liðið er í næst efstu deild á Spáni og Þórir kemur þaðan frá Landstede Hammers í BNXT deildinni í Belgíu/Hollandi. 

Ægir Þór Steinarsson skrifaði einnig undir við lið í næst efstu deild á Spáni í sumar en hann gekk til liðs við HLA Alicante.

Þórir skilaði 12 stigum, 5 fráköstum og 3 stoðsendingum fyrir Landstede Hammers á síðustu leiktíð.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert